Englandsbanki undirbýr hugsanlegt hrun evrunnar

Reuters

Englandsbanki hefur hafið undirbúning fyrir það ef til þess kemur að evrusvæðið liðist í sundur að meira eða minna leyti. Meðal þeirra ráða sem bankinn hyggst grípa til ef á þarf að halda er að lækka vexti og frekari magnslökun (e. quantitative easing). Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph segir frá þessu í dag.

Fram kemur að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafi í gær fundað með Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, Turner lávarði, yfirmanni breska fjármálaeftirlitsins, og George Osborne fjármálaráðherra í þeim tilgangi að ræða um aðgerðaáætlanir til þess að takast á við hugsanlegt hrun evrusvæðisins.

Haft er eftir háttsettum embættismanni hjá Englandsbanka að markmiðið sé að milda áhrifin af því ef einhver ríki hætta þátttöku í evrusvæðinu en framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, varaði við því í síðustu viku að hugsanlega þyrfti að lækka breska stýrivexti niður í núll ef staða efnahagsmála versnaði frekar.

Englandsbanki hefur þegar ráðist í verulega magnslökun og lokið áætlun þar að lútandi. Þannig hefur bankinn í því skyni prentað peninga að andvirði 325 milljarða punda sem hugsanlega þaf að auka frekar samkvæmt frétt Daily Telegraph.

Þá segir að vaxandi vangaveltur séu um það að Grikklandi verði hugsanlega gert að yfirgefa evrusvæðið í kjölfar þingkosninga sem fyrirhugsaðar eru 17. júní næstkomandi ef ekki tekst að mynda nýja ríkisstjórn sem styðji þær aðhaldsaðgerðir sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett sem skilyrði fyrir áframhaldandi fjárhagsaðstoð við landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK