Englandsbanki undirbýr hugsanlegt hrun evrunnar

Reuters

Eng­lands­banki hef­ur hafið und­ir­bún­ing fyr­ir það ef til þess kem­ur að evru­svæðið liðist í sund­ur að meira eða minna leyti. Meðal þeirra ráða sem bank­inn hyggst grípa til ef á þarf að halda er að lækka vexti og frek­ari magnslök­un (e. quan­titati­ve easing). Frétta­vef­ur breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph seg­ir frá þessu í dag.

Fram kem­ur að Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hafi í gær fundað með Mervyn King, banka­stjóra Eng­lands­banka, Turner lá­v­arði, yf­ir­manni breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og Geor­ge Os­borne fjár­málaráðherra í þeim til­gangi að ræða um aðgerðaáætlan­ir til þess að tak­ast á við hugs­an­legt hrun evru­svæðis­ins.

Haft er eft­ir hátt­sett­um emb­ætt­is­manni hjá Eng­lands­banka að mark­miðið sé að milda áhrif­in af því ef ein­hver ríki hætta þátt­töku í evru­svæðinu en fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, Christ­ine Lag­ar­de, varaði við því í síðustu viku að hugs­an­lega þyrfti að lækka breska stýri­vexti niður í núll ef staða efna­hags­mála versnaði frek­ar.

Eng­lands­banki hef­ur þegar ráðist í veru­lega magnslök­un og lokið áætl­un þar að lút­andi. Þannig hef­ur bank­inn í því skyni prentað pen­inga að and­virði 325 millj­arða punda sem hugs­an­lega þaf að auka frek­ar sam­kvæmt frétt Daily Tel­egraph.

Þá seg­ir að vax­andi vanga­velt­ur séu um það að Grikklandi verði hugs­an­lega gert að yf­ir­gefa evru­svæðið í kjöl­far þing­kosn­inga sem fyr­ir­hugsaðar eru 17. júní næst­kom­andi ef ekki tekst að mynda nýja rík­is­stjórn sem styðji þær aðhaldsaðgerðir sem Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hafa sett sem skil­yrði fyr­ir áfram­hald­andi fjár­hagsaðstoð við landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK