Tekur þrjú ár að selja 45 jarðir

Í Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu er rekið stærsta kúabú …
Í Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu er rekið stærsta kúabú landsins. Búið var auglýst til sölu um helgina. Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson

Lands­bank­inn reikn­ar með að það taki um þrjú ár að ljúka sölu á öll­um jörðum í eigu jarðafé­lags­ins Lífs­vals, en fé­lagið á um 45 jarðir. Bank­inn hef­ur aug­lýst 20 þeirra til sölu um helg­ina, m.a. stærsta kúa­bú lands­ins.

Lífs­val var stofnað árið 2002, en eig­end­ur þess voru nokkr­ir ein­stak­ling­ar. Þeirra stærst­ir voru Ingvar Karls­son, Ólaf­ur Werners­son og Guðmund­ur Birg­is­son, kennd­ur við Núpa.

Eign­ir metn­ar á 2,5 - 3,5 millj­arða

Fé­lagið keypti á nokkr­um árum fjölda jarða um allt land. Þetta eru bæði stór­ar og litl­ar jarðir. Á nokkr­um er rek­inn bú­skap­ur en aðrar eru í eyði. Fé­lagið á í dag 45 jarðir. Árið 2010 var verðmæti þeirra og annarra eigna metið í bók­haldi á 5,2 millj­arða króna. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­bank­an­um er áætlað verðmæti þeirra í dag á bil­inu 2,5 – 3,5 millj­arðar.

Fram­kvæmda­stjóri Lífs­vals, Jón Björns­son, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið árið 2010 að grunn­hug­mynd­in að baki fé­lag­inu væri að fjár­festa í landi enda væri það ör­ugg fjár­fest­ing til langs tíma. Jafn­framt væri það mark­mið fé­lags­ins að nýta landið m.a. með mark­vissri upp­bygg­ingu í land­búnaði.

Eng­inn vafi er á því að land er ör­ugg fjár­fest­ing og ekki eins áhættu­söm og t.d. hluta­bréf. Vanda­mál Lífs­vals var hins veg­ar að fjár­hag­ur eig­enda fé­lags­ins reynd­ist ekki traust­ur og eins má setja spurn­ing­ar­merki við hversu raun­hæf mark­mið fé­lags­ins varðandi upp­bygg­ingu í land­búnaði voru. Verðmæti búj­arða hækkaði mikið 2004-2007, en lækkaði eft­ir hrun eins og aðrar eign­ir.

Síðustu ár hef­ur sala í bújörðum verið mjög hæg og því aug­ljóst að tals­verðan tíma get­ur tekið að selja 45 jarðir. Kristján Kristjáns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bank­ans, seg­ir bank­ann reikna með að þrjú ár geti tekið að selja all­ar jarðirn­ar.

Lands­bank­inn á 75% í fé­lag­inu

Lands­bank­inn var einn af stofn­end­um Lífs­vals og átti árið 2010 19% hlut í fé­lag­inu. Hlut­ur bank­ans var þá vistaður hjá Horni, dótt­ur­fé­lagi Lands­bank­ans. Þegar áformað var að setja Horn á markað var ákveðið að færa hlut­inn yfir til Lands­bank­ans. Bank­inn eignaðist einnig smám­sam­an stærri hlut í Lífs­vali þegar gengið var frá skulda­upp­gjöri við nokkra af eig­end­um fé­lags­ins. Í dag á Lands­bank­inn um 75% hluta­fjár í Lífs­vali, en aðrir hlut­haf­ar eru 7.

Lífs­val hef­ur aldrei skilað hagnaði. Meðan upp­bygg­ing fé­lags­ins stóð yfir var tæp­lega raun­hæft að reikna með rekstr­ar­hagnaði, en eft­ir hrun brustu all­ar for­send­ur og það gat ekki staðið í skil­um með lán. Lands­bank­inn krafðist upp­boðs á nokkr­um jörðum í eigu Lífs­vals í vet­ur.

Meðal jarða sem Lands­bank­inn aug­lýsti til sölu um helg­ina er Flat­ey á Mýr­um í A-Skafta­fell­sýslu, en þar er rekið stærsta kúa­bú lands­ins. Lífs­val á rúm­lega millj­ón lítra mjólk­ur­kvóta, en það er um 1% af öll­um mjólk­ur­kvóta lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK