Höftin mynda bólu á fasteignamarkaði

Gjaldeyrishöftin hafa komið af stað bólumyndun á fasteignamarkaði tæpum fjórum árum eftir að bankakerfið hrundi hér á landi. Innan tveggja ára verður bólan búin að þenja sig út, samkvæmt úttekt Bloomberg News.

Í frétt Bloomberg kemur fram að verð á nýjum íbúðum hafi hækkað um 40,1% frá árslokum 2010, samkvæmt mati Hagstofu Íslands. Húsnæðisverð hafi að meðaltali hækkað um 11,3% síðan síðla árs 2009 er það var lægst.

Gjaldeyrishöftin sem sett voru árið 2008 hafa nú orðið farvegur fyrir bólumyndun á fasteignamarkaði.

Í frétt Bloomberg kemur fram að erlendir fjárfestar eigi hér um átta milljarða dollara í krónum og komi þeim ekki úr landi vega haftanna. „Ef fram heldur sem horfir án þess að eitthvað verði að gert mun þetta leiða til eignabólu hér á landi innan næstu tveggja ára,“ segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá Gamma, í viðtali við Bloomberg. Hann segir vera stórhættu á að eignabóla myndist í lokuðu hagkerfi.“

Í fréttinni segir að eftir mikinn samdrátt í kjölfar fjármálakreppu 2008 hafi hagvöxtur aukist á Íslandi og sé nú meiri en í Bandaríkjunum og Evrópu. Spáð sé 0,3% hagvexti í 17 evrulöndum í ár en 3% á Íslandi.

Bent er á að hagvöxturinn sé knúinn áfram af einkaneyslu. Seðlabanki Íslands hafi reynt að hamla gegn verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Aukin verðbólga hafi vegna verðtryggingar hækkað skuldir heimilanna.

Í fréttinni kemur fram að meðalíbúð kosti í dag um 28 milljónir króna, en hafi kostað um 12,4 milljónir árið 2001.

Talað er við Finn Eiríksson, tölvusérfræðing sem býr í Reykjavík. Hann segist undrandi á hækkun húsnæðisverðs svo skömmu eftir kreppu. Hann hafi því ákveðið að vera áfram á leigumarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK