Danskir vextir lækka enn

Danski seðlabankinn.
Danski seðlabankinn.

Danski seðlabankinn hefur enn á ný lækkað stýrivexti, nú um 0,15 prósentur en bankinn lækkaði síðast vexti sína fyrir réttri viku. Innlánsvextir danska seðlabankans eru nú 0,05% og útlánsvextir 0,45%.

Vaxtalækkunin í dag kom á óvart en talið var að peningastefnunefnd danska bankans myndi bíða eftir fundi stjórnar Seðlabanka Evrópu í næstu viku. Danski seðlabankinn hefur síðustu daga keypt gjaldeyri á gjaldeyrismarkaði til að reyna að stemma stigu við gengishækkun dönsku krónunnar en án árangurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK