Dregur hratt úr hagvexti á Indlandi

AFP

Hagvöxtur á Indlandi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 5,3% sem er mun minna en búist var við. Þetta er raunar minnsti hagvöxtur á Indlandi síðan 2003.

Hagvöxtur á Indlandi á fjórða ársfjórðungi í fyrra var 6,1% og sérfræðingar höfðu spáð svipuðum hagvexti fyrstu mánuði þessa árs.

Indland er þriðja stærsta efnahagskerfið í Asíu. Verðbólga hefur verið talsvert mikil síðustu misseri og gjaldmiðill landsins hefur fallið í verði. Frá júlí í fyrra hefur gjaldmiðillinn fallið í verði um 27% miðað við dollar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK