Dollarinn kominn í 131 krónu

Reuters

Doll­ar­inn er kom­inn í 131 krónu, en það hef­ur ekki gerst síðan vorið 2009. Ingólf­ur Bend­er, hag­fræðing­ur hjá Íslands­banka, seg­ir sterka stöðu doll­ars að nokkru leyti skýr­ast af stöðu mála í Evr­ópu en gengi doll­ar­ans hef­ur verið að hækka tals­vert gagn­vart evr­unni.

Ingólf­ur tek­ur fram að skýr­ing­in sé ekki sú að krón­an hafi al­mennt verið að gefa eft­ir en krón­an hef­ur und­an­farið verið nokkuð stöðug gagn­vart vegnu meðaltali helstu viðskipta­mynta lands­ins.

Doll­ar­inn kostaði lengst af í vet­ur 123-126 krón­ur. Hann hef­ur hins veg­ar hækkað um 4% í maí og virðist enn vera að hækka. Á sama tíma hef­ur evr­an lækkað um 3% og nor­rænu gjald­miðlarn­ir hafa líka lækkað í verði gagn­vart ís­lensku krón­unni.

Ingólf­ur seg­ir að sterkt gengi doll­ars skýrist ann­ars veg­ar af stöðu mála í Banda­ríkj­un­um og hins veg­ar af því sem hafi verið að ger­ast á evru-svæðinu. Markaður­inn telji t.d. tals­verðar lík­ur á að Grikk­ir yf­ir­gefi evr­una sem mark­ar geng­isþró­un­ina.

Ingólf­ur seg­ir að gengi krón­unn­ar hafi frek­ar styrkst frá því í lok mars þegar gjald­eyr­is­höft­in voru hert og þar með stoppað upp í þann leka sem var að valda lækk­un krón­unn­ar í vet­ur. Árstíðarsveifla styðji einnig við gengi krón­unn­ar nú. Ferðaþjón­ust­an skili aukn­um gjald­eyris­tekj­um yfir sum­ar­tím­ann.

Doll­ar­inn er um 10% af er­lend­um vöru- og þjón­ustu­viðskipt­um lands­ins eða um 8% af inn­flutn­ingi og 14% af út­flutn­ingi. Í inn­flutn­ingi er ekki síst um hrávöru að ræða eins og olíu. Evr­an veg­ur hins veg­ar mun meira í vöru- og þjón­ustu­viðskipt­um Íslend­inga eða um 41% og 52% ef danska krón­an sé tal­in til evr­unn­ar en gengi henn­ar er fast við evr­una.

Höft­in taka markaðsöfl­in úr sam­bandi

Sú spurn­ing vakn­ar hversu mikið gengi krón­unn­ar ráðist í reynd á markaði þegar gjald­eyr­is­höft eru í gangi.

„Ég er al­veg sam­mála því sjón­ar­miði að gjald­eyr­is­höft­in taka markaðsöfl­in úr sam­bandi. Til­gang­ur gjald­eyr­is­haft­anna var að skapa stöðug­leika á gjald­eyr­is­markaði og taka úr sam­bandi hluta af þeim markaðsöfl­um sem án hafta myndu lík­leg­ast lækka gengi krón­unn­ar,“ seg­ir Ingólf­ur. „Það sem stýr­ir þessu flæði í dag og þar með krón­unni eru vöru- og þjón­ustu­viðskipti og það litla sem er heim­ilt af fjár­magns­flutn­ing­um. Jafn­vægi í þessu flæði er það sem mót­ar gengi krón­unn­ar.“

Ingólf­ur seg­ir að í vet­ur hafi komið í ljós hversu erfitt það geti verið að viðhalda stöðug­leik­an­um á gjald­eyr­is­markaði þrátt fyr­ir gjald­eyr­is­höft­in en þá veikt­ist krón­an tals­vert m.a. vegna þess svig­rúms sem var inn­an haft­anna til fjár­magns­flutn­inga. Seðlabank­inn hafi síðan í mars lokað fyr­ir þetta svig­rúm. Þar með var staðfest­ur ótti margra að höft­in eld­ast illa, þ.e. með tím­an­um fara þau að leka og viðbrögð stjórn­valda við því eru að herða höft­in. Ingólf­ur seg­ir að það sé rek­in ákveðin fast­geng­is­stefna í gegn­um höft­in og vegna þeirra séu af­skap­lega lít­il viðskipti á gjald­eyr­is­markaði.

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka.
Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka