Kaupa Fiat og fá bensínið á eina evru

MARIO ANZUONI

Ítalski bílaframleiðandinn Fiat ætlar að bjóða þeim sem kaupa bíla af fyrirtækinu tryggingu sem felur í sér að þeir þurfa aðeins að greiða eina evru fyrir bensínlítrann næstu þrjú árin. Þetta er um helmingur af bensínverði eins og það er í dag á Ítalíu.

Tilboðið gildir í júní og júlís fyrir þá sem kaupa Fíat. Þeir sem kaupa Fiat á þessum tíma fá kort sem veitir afslátt frá bensínverði þannig að eigendur þess greiða aðeins eina evru fyrir lítrann.

Samgönguráðuneyti Ítalíu tilkynnti í dag að sala á bílum í maí hefði dregist saman um 14%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK