Setja 6,65 milljarða evra í björgun banka

Portúgalir þurfa að koma þremur bönkum til bjargar.
Portúgalir þurfa að koma þremur bönkum til bjargar. AP

Portúgal mun setja yfir 6,65 milljarða evra, eða yfir þúsund milljarða íslenskra króna, í  björgun þriggja banka þar í landi. Tveir bankanna eru einkareknir, BCP og BPI, en sá þriðji, CGD, er í eigu ríkisins. Er þessi innspýting nauðsynleg til að standast kröfur evrópskra bankayfirvalda. Tilkynnti fjármálaráðherra landsins þetta í morgun.

Portúgalar urðu þriðja evrulandið til að þiggja aðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í fyrra og nam aðstoðin 78 milljörðum evra. Þessu fylgdi krafa um mikinn niðurskurð og aðhald í ríkisfjármálum.

ESB og AGS hafa sagt að ástandið í Portúgal sé verra en talið var í fyrstu en segja stjórnvöld þar í landi leggja sig fram við að taka á vandanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK