Spá frekari lækkun olíuverðs

Reuters

Olíuverð hélt áfram að lækka í dag og er tunnan af Norðursjávarolíu komin niður í 97 dollara. Hráolíuverð á heimsmarkaði lækkaði um 15% í maí. Sérfræðingar spá frekari lækkunum á næstunni.

Í frétt á BusinessWeek segir að ástæðan fyrir lækkun á olíuverði sé einföld. Frá því í mars hafi verið framleitt meira af olíu en eftirspurn sé eftir. Í fréttinni segir að eftirspurn eftir olíu hafi dregist saman síðan í desember í vetur. Á sama tíma hafi framleiðsla verið að aukast. Bæði hafi framleiðendur verið að hefja dælingu úr nýjum olíulindum og eins hafi ný tækni aukið framleiðslu. Þá hafi OPEC-ríkin aukið framleiðslu um 10% á síðustu 12 mánuðum.

Í fréttinni segir að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi ekki verið meiri síðan 1990. Eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum sé hins vegar nálægt því að vera svipuð og hún var fyrir 15 árum. Ástæðan sé samdráttur í efnahagslífinu og betri orkunýting.

Frétt BusinessWeek

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK