Vanrækti að lýsa 68 milljarða króna kröfu í þrotabú Baugs

mbl.is/Kristinn

Eignarhaldsfélagið BG Holding vanrækti að lýsa 68 milljarða króna kröfu í þrotabú Baugs, áður en kröfulýsingafrestur rann út. RÚV greinir frá þessu og er haft eftir skiptastjóra félagsins að miklir hagsmunir séu í húfi og verði krafan ekki samþykkt verði líklega höfðað skaðabótamál.

RÚV segir að mögulega sé um að ræða hæstu vanlýstu kröfu Íslandssögunnar.

BG Holding var dótturfélag Baugs og hélt utan um eignir fyrirtækisins í Bretlandi. Þegar félagið fór í greiðslustöðvun árið 2009 að kröfu Landsbankans, stærsta kröfuhafans, var Price WaterhouseCoopers í Bretlandi falið að gæta hagsmuna kröfuhafa, sömuleiðis að beiðni bankans sem borgaði brúsann, að því er segir í frétt RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK