Landsframleiðsla Grikklands myndi falla um 25-50% árið eftir að landið yfirgæfi evrusvæðið og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil ef til þess kæmi samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem unnin var af franska bankanum Societe Generale og birt var í gær, mánudag.
Þá kemur einnig fram í rannsóknarskýrslunni að kaupmáttur Grikkja með nýjan gjaldmiðil yrði 50% minni en hann er í dag með evruna sem gjaldmiðil. Frá þessu er greint á fréttavefnum Euobserver.com í dag.