Lækkar lánshæfismat Spánar

Mikið atvinnuleysi er á Spáni.
Mikið atvinnuleysi er á Spáni. JAVIER SORIANO

Fitch lækkaði í dag lánshæfismat Spánar. Ástæðan er fyrst og fremst aukinn lántökukostnaður landsins, stækkandi skuldabaggi og samdráttur í efnahagslífi.

Lánshæfiseinkunn Spánar var A en hefur nú verið lækkuð niður í BBB með neikvæðum horfum.

Fitch telur að kostnaður við að endurfjármagna spænska banka geti orðið um 60 milljarðar evra, en kostnaðurinn geti orðið allt að 100 milljarðar evra fari allt á versta veg. Þetta er meira en helmingi hærri upphæð en áður var nefnd.

Skuldir Spánar eru ekki eins miklar og Grikklands og Ítalíu, en mikill halli er á ríkissjóði og skuldir hafa hækkað hratt síðustu misseri. Fitch telur líklegt að skuldir Spánar nái hámarki árið 2015 og nemi þá 95% af vergri landsframleiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK