David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að Þýskaland geti eitt leyst þann vanda sem ríkin á evrusvæðinu eigi við að eiga. Hann segir að þörf sé á margvíslegum alvarlegum aðgerðum.
Angela Merkel kanslar Þýskalands og Cameron áttu fund í gær þar sem þau ræddu vandann á evrusvæðinu. Cameron sagði óeðlilegt að reyna að draga einhvern einn þjóðarleiðtoga til ábyrgðar.
Cameron átti í dag viðræður við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Hann sagði eftir fundinn að þörf væri á skjótum viðbrögðum.