Þýskaland getur ekki eitt leyst vandann

David Cameron
David Cameron POOL

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að Þýskaland geti eitt leyst þann vanda sem ríkin á evrusvæðinu eigi við að eiga. Hann segir að þörf sé á margvíslegum alvarlegum aðgerðum.

Angela Merkel kanslar Þýskalands og Cameron áttu fund í gær þar sem þau ræddu vandann á evrusvæðinu. Cameron sagði óeðlilegt að reyna að draga einhvern einn þjóðarleiðtoga til ábyrgðar.

Cameron átti í dag viðræður við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Hann sagði eftir fundinn að þörf væri á skjótum viðbrögðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK