Matsfyrirtækið Moody's segir að ef Grikkir yfirgefi evrusamstarfið þá geti það leitt til þess að lánshæfiseinkunnir ríkja á borð við Þýskaland, sem eru með einkunnina Aaa, verði lækkaðar.
Moody's segir ennfremur að aðgerðir Evrópusambandsins til að bjarga spænska bankakerfinu gæti leitt til þess að lánshæfiseinkunn Spánar yrði lækkuð vegna aukinnar áhættu gagnvart lánardrottnum.
Fyrirtækið segir að ef Grikkir kasti evrunni þá geti það leitt til þess að fjárfestar, sem hafi keypt grísk skuldabréf, tapi stórum fjárhæðum.
„Yfirgefi Grikkir evrusamstarfið, sem myndi ógna áframhaldandi tilvst evrunnar, þá mun Moody's endurskoða lánshæfiseinkunnir allra ríkja á evrusvæðinu, m.a. ríkja sem eru með einkunnina Aaa,“ segir Moody's