Lokar dollarareikningi sínum

Cristina Kirchner, forseti Argentínu.
Cristina Kirchner, forseti Argentínu. ENRIQUE MARCARIAN

Cristina Kirchner, forseti Argentínu, segir að hún ætli að loka dollara-reikningi sem hún á og flytja alla fjármuni af honum inn á reikning í peso, sem er gjaldmiðill landsins.

Mikil verðbólga er í Argentínu. Samkvæmt opinberum tölum er verðbólgan 9,8%, en bankamenn segja verðbólguna mun meiri og það láti nærri að hún sé 25%.

Alþjóðlegir lánamarkaðir hafa verið lokaðir fyrir Argentínu síðan kreppa reið yfir landið árið 2001. Landið þarf því að treysta á þann gjaldeyri sem kemur inn til landsins af útflutningi.

Verðbólgan hefur hins vegar orðið til þess að fólk ber lítið traust til gjaldmiðils landsins, en sækist eftir dollurum.

Kirchner sagði ekkert í yfirlýsingu sinni um hvað hún ætti mikla peninga inn á dollarareikningi sínum, en í fjölmiðlum í Argentínu segir að hún eigi 3 milljónir dollara inn á reikningnum.

Kirchner hvatti vini, kaupsýslumenn og embættismenn til að fara að dæmi sínu og geyma sparnað sinn í pesos. Hún segir það sé hagstæðar en að geyma hann í dollurum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK