Lokar dollarareikningi sínum

Cristina Kirchner, forseti Argentínu.
Cristina Kirchner, forseti Argentínu. ENRIQUE MARCARIAN

Crist­ina Kirchner, for­seti Arg­entínu, seg­ir að hún ætli að loka doll­ara-reikn­ingi sem hún á og flytja alla fjár­muni af hon­um inn á reikn­ing í peso, sem er gjald­miðill lands­ins.

Mik­il verðbólga er í Arg­entínu. Sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um er verðbólg­an 9,8%, en banka­menn segja verðbólg­una mun meiri og það láti nærri að hún sé 25%.

Alþjóðleg­ir lána­markaðir hafa verið lokaðir fyr­ir Arg­entínu síðan kreppa reið yfir landið árið 2001. Landið þarf því að treysta á þann gjald­eyri sem kem­ur inn til lands­ins af út­flutn­ingi.

Verðbólg­an hef­ur hins veg­ar orðið til þess að fólk ber lítið traust til gjald­miðils lands­ins, en sæk­ist eft­ir doll­ur­um.

Kirchner sagði ekk­ert í yf­ir­lýs­ingu sinni um hvað hún ætti mikla pen­inga inn á doll­ar­a­reikn­ingi sín­um, en í fjöl­miðlum í Arg­entínu seg­ir að hún eigi 3 millj­ón­ir doll­ara inn á reikn­ingn­um.

Kirchner hvatti vini, kaup­sýslu­menn og emb­ætt­is­menn til að fara að dæmi sínu og geyma sparnað sinn í pesos. Hún seg­ir það sé hag­stæðar en að geyma hann í doll­ur­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK