Gæti þurft 100 milljarða evru aðstoð

Banki er einn þeirra spænsku banka sem er á vonarvöl.
Banki er einn þeirra spænsku banka sem er á vonarvöl. PIERRE-PHILIPPE MARCOU

Svo kann að fara að spænsk stjórn­völd óski eft­ir allt að 100 millj­arða evru aðstoð frá Evr­ópu­sam­band­inu svo hægt sé að bjarga fjár­mála­kerfi Spán­ar. Þetta er mun hærri upp­hæð en áður var nefnd.

Fjár­málaráðherr­ar evru­svæðis­ins rædd­ust við á síma­fundi í dag sem hófst kl. 14. Umræðuefnið er vandi spænska banka­kerf­is­ins. Ekki hef­ur komið form­leg óska frá Spáni um aðstoð, en Evr­ópu­sam­bandið hef­ur þrýst á spænsk stjórn­völd að gera það sem fyrst vegna þess að for­ystu­menn sam­bands­ins ótt­ast að óviss­an á evru­svæðinu auk­ist enn um næstu helgi þegar Grikk­ir ganga til kosn­inga.

Rætt hef­ur verið um að Spán­verj­ar óski eft­ir aðstoð upp á 30-40 millj­arða evra, en tveir há­sett­ir emb­ætt­is­menn hjá ESB sögðu í sam­tali við frétta­stofu Reu­ters að það kunni að vera nauðsyn­legt að setja allt að 100 millj­arða inn í spænskt fjár­mál­kerfi.

Boðað hef­ur verið til blaðamanna­fund­ar í Brus­sel um kl. 16 í dag þar sem niðurstaða fund­ar fjár­málaráðherr­anna verður kynnt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK