Evrópsk hlutabréf hækka

Höfuðstöðvar Banco de Espana í Madrid.
Höfuðstöðvar Banco de Espana í Madrid. AFP

Hlutabréf hafa hækkað umtalsvert í verði í evrópskum kauphöllum í morgun og er það rakið til samkomulags, sem gert var um helgina, um að Spánverjar fái lán frá evruríkjunum til að verja bankakerfi sitt falli.

Hlutabréfavísitalan í spænsku kauphöllinni í Madrid hækkaði um 5,77% í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréf spænskra banka hækkuðu verulega, þar á meðal bréf Bankia um 18,56%.

Aðrar helstu kauphallarvísitölur Evrópu hafa hækkað í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum hækkaði þannig um 1,8%, DAX vísitalan í Frankfurt um 2,04% og CAC vísitalan í París um 1,98%.

Hlutabréf hækkuðu einnig í kauphöllum í Asíu í nótt og morgun. Þannig hækkaði Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókýó um 1,98%. Þá hækkaði gengi evrunnar  á gjaldeyrismarkaði í Asíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK