Ísland fyrirmynd Evrópu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir Ísland vera fyrirmynd hvernig eigi að …
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir Ísland vera fyrirmynd hvernig eigi að vinna sig útúr efnahagserfiðleikum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Evrópa ætti að líta til litla Íslands sem fyrirmyndar um hvernig eigi að koma sér út úr efnahagserfiðleikum og snúa hratt aftur til hagvaxtar,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í viðtali við Reuters-fréttaveituna.

The Economic Times segir Ísland hafa mikið forskot með því að vera með sinn eigin gjaldmiðil ólíkt þeim löndum sem eru innan evrusvæðisins.

„Við teljum, og það gerir AGS líka, að okkar mál gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur lönd sem glíma við efnahagserfiðleika núna,“ sagði Jóhanna í viðtalinu.

Þá segist Jóhanna hafa hitt nokkra leiðtoga annarra ríkja að undanförnu, þ.á m. frá Grikklandi, og segir hún suma forsætisráðherra mjög hissa á hröðum bata Íslands eftir hrunið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka