Varkárni einkennir markaði

Kauphöllin í London.
Kauphöllin í London. Reuters

Segja má að varkárni einkenni markaði í Evrópu við opnun í morgun. Fjárfestar fylgjast vel með þróun mála á evrusvæðinu og líta þá sérstaklega til Spánar þar sem þess er nú freistað að bæta bankakerfið.

0,18% hækkun varð í kauphöllinni í London við opnun í morgun. Engin hreyfing varð á DAX-vísitölunni í Frankfurt og aðeins örlítil hækkun í Frakklandi, um 0,04%.

Lækkun varð við opnun í Kauphöllinni í Madrid í morgun um 0,52% en fljótlega fóru viðskiptin að glæðast og nam hækkunin þá frá deginum áður um 0,72%. Helst voru viðskipti með bréf í stærstu bönkunum Santander og BBVA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK