ESB kaupi upp skuldir Spánar og Ítalíu

Reuters

Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph segir frá því í kvöld að til standi að nota björgunarsjóði Evrópusambandsins til þess að kaupa upp skuldir evruríkja í vanda og þá einkum spænska og ítalska ríkisins en lántökukostnaður þeirra hefur hækkað mikið að undanförnu.

Forystumenn Evrópusambandsins hafa verið undir miklum þrýstingi á fundi G20-ríkjanna sem staðið hefur yfir í þessari viku að grípa til róttækra aðgerða til þess að reyna að koma böndum á efnahagskrísuna á evrusvæðinu.

Gert er ráð fyrir að notaðir verði allt að 750 milljarðar evra í þessu skyni og að þeir fjármunir verði teknir úr björgunarsjóðum Evrópusambandsins ESM og ESFS. Gert er ráð fyrir að forystumenn sambandsins tilkynni um þetta á næstunni.

Þá segir í fréttinni að hingað til hafi Evrópusambandið lánað ríkisstjórnum evruríkja í vanda beint en nú sé ætlunin að kaupa skuldabréf þeirra beint án aðkomu þeirra. Ennfremur segir að sérfræðingar telji að um sé að ræða skref í átt til evruskuldabréfa.

Frétt Daily Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK