Evrópudómstóllinn kvað nýlega upp dóm þar sem kveðið var á um að víkja bæri óréttmætum skilmálum í samningum til hliðar og að dómstólum í aðildarríkjum væri ekki heimilt að ákveða nýja vexti á neytendasamningum.
Í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður hjá PwC Legal, dóminn geta haft mikla þýðingu fyrir gengislánadóma Hæstaréttar Íslands, lántakendum í hag.