Óttast gríðarlegt tap

Moody's hefur áhyggjur af stærstu fjármálafyrirtækjum heims.
Moody's hefur áhyggjur af stærstu fjármálafyrirtækjum heims. AFP

Moo­dy's dreg­ur styrk­leika fimmtán stærstu fjár­mála­fyr­ir­tækja heims í efa í nýj­ustu skýrslu sinni sem kynnt var í dag. Mats­fyr­ir­tækið lækkaði láns­hæfis­ein­kunn fyr­ir­tækj­anna og seg­ir ástæðuna þá að tap blasi við hjá þeim m.a. vegna efna­hags­legs óstöðug­leika í Evr­ópu og auk­ins láns­kostnaðar.

Meðal þeirra fyr­ir­tækja sem Moo­dy's gaf nú lægri ein­kunn eru risa­bank­arn­ir Goldm­an Sachs, Citigroup, HSBC og Deutsche Bank.

Moo­dy's seg­ir mikla hættu á því að bank­arn­ir muni tapa gríðarlega á næst­unni. Þeir séu ber­skjaldaðir fyr­ir ríkj­andi efna­hags­lægð en ekki síst séu þeir ber­skjaldaðir hver gagn­vart öðrum.

Cred­it Suis­se þurfti að þola mestu lækk­un­ina en bank­inn er fær nú ein­kunn­ina A1 en hafði áður ein­kunn­ina Aa1. Fjög­ur önn­ur fyr­ir­tæki voru lækkuð um eitt stig en tíu fyr­ir­tæki voru lækkuð um tvö stig.

Það voru ekki bara bank­ar sem þurftu að þola lægri ein­kunn held­ur einnig stór eign­ar­halds­fyr­ir­tæki sem flest eiga stór­an hlut í um­rædd­um bönk­um.

Marg­ir stærstu bank­ar heims hafa sog­ast niður með hag­kerf­um ríkja síðan efna­haf­skrepp­an skall á árið 2008. Skort­ur hef­ur verið á lausa­fé og mik­il verðrýrn­un eigna hef­ur átt sér stað sem hef­ur þvingað seðlabanka og rík­is­stjórn­ir til að leggja til lausa­fé.

Hinir 15 bank­ar sem Moo­dy's lýsti af sér­stök­um áhyggj­um, eins og kem­ur fram hér að ofan, eru: Bank of America, Barclays, Citigroup, Cred­it Suis­se, Goldm­an Sachs, HSBC, JP­Morg­an Chase, Morg­an Stanley, Royal Bank of Scot­land, BNP Pari­bas, Cred­it Agricole, Deutsche Bank, Royal Bank of Can­ada, Societe Gener­ale og UBS.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK