Olíuverð hækkar aftur

Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði aftur í dag eftir að hafa lækkað verulega undanfarna tvo daga. Verðið hækkaði þó ekki til samræmis við lækkunina í vikunni bæði vegna mikillar framleiðslu í Bandaríkjunum og spám um minnkandi eftirspurn á heimsvísu.

Haft er eftir Amrita Sen, sérfræðingi hjá Barclays Capital, að lækkunin undanfarið sé meðal annars afleiðing áhyggja af því að efnahagserfiðleikarnir á evrusvæðinu kunni að dragast á langinn og færast í aukana.

Þá segir í fréttinni að einnig hafi þar áhrif lítill hagvöxtur í Bandaríkjunum, Kína og Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK