Öll lífvænleg fyrirtæki verið seld

mbl.is

Landsbankinn hefur á undanförnum tveimur árum lokið við að selja öll lífvænleg fyrirtæki í óskyldum rekstri sem bankinn hefur fengið yfirráð yfir vegna rekstrarerfiðleika þeirra. Öll fyrirtækin eru nú komin í hendur nýrra eigenda sem geta nú einbeitt sér að uppbyggingu þeirra og vexti á komandi árum eins og segir í fréttatilkynningu.

„Eftir endurreisn bankakerfisins var mjög við því varað að bankar myndu vegna efnahagserfiðleika yfirtaka fjölda fyrirtækja í samkeppnisrekstri og halda þeim hjá sér um langa hríð. Landsbankinn markaði sér fljótlega stefnu um að hraða sölu slíkra fyrirtækja og setti reglur um hvernig þeirri sölu skyldi háttað,“ segir í tilkynningunni.

Fyrirtækin sem um er að ræða eru Eignarhaldsfélagið Vestia (Húsasmiðjan, Vodfone, Skýrr, Teymi og Plastprent), Icelandic Group, Límtré Vírnet, Björgun, Pizza Pizza, Parlogis, Sólning og fleiri. Þá seldi Landsbankinn nýverið hlut sinn í Verði Tryggingum og Verði Líftryggingum auk þess að selja fjölda fasteigna sem og skráðra og óskráðra verðbréfa. Þá segir í tilkynningu bankans að nú hafi 75% hlutafjár dótturfélagsins Regins verið selt.

„Með þessum hætti hefur tekist að lækka verðmæti eigna sem Landsbankinn hefur haft til sölu um nálega 100 milljarða króna. Þetta styrkir fjárhagsstöðu bankans og einfaldar og skýrir rekstur hans til mikilla muna og ber með sér að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja í kjölfar hrunsins fer senn að ljúka,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK