Milljarðamæringurinn George Soros hvetur Þjóðverja til dáða í grein sem hann skrifar í Financial Times í dag.
George Soros hefur gagnrýnt Þjóðverja fyrir að hafa ekki staðið sig í stykkinu við að bjarga evrusvæðinu. Soros leggur til að stofnaður verði sjóður sem hafi það að markmiði að kaupa skuldir illa staddra evru-ríkja í stað þess að þau komi á umbótum í heimalandinu. Telur hann að Þjóðverjar verði að styðja á bak við stofnun slíks sjóðs því ef önnur ríki styðja við bakið á honum en Þjóðverjar hafna stofnun hans verði Þýskaland að taka fulla ábyrgð, bæði fjárhagslega og stjórnmálalega, á því sem muni gerast í kjölfarið.
George Soros komst í fréttirnar árið 1992 vegna skortsölu hans á breskum pundum árið 1992 en þá var deilt um það hvort Bretar yrðu að yfirgefa ERM-samstarfið.
Skortseldi Soros pund að andvirði 10 milljarða Bandaríkjadala og græddi á einum degi 1,1 milljarð dala.