Olíuverð lækkar talsvert

Debby á ferð og flugi
Debby á ferð og flugi HO

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í dag og er það rakið til áhyggja fjárfesta af ástandinu á evru-svæðinu. Virðist litlu skipta að dregið hefur úr olíuframleiðslu í Mexíkó-flóa og í Noregi.

Verð á hráolíu hefur lækkað um 1,11 Bandaríkjadali í dag og er 78,65 dalir tunnan í New York.

Í Lundúnum hefur verð á Brent-Norðursjávarolíu lækkað um 63 sent og er 90,35 dalir tunnan.

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði fyrst í morgun vegna frétta um að framleiðsla hafi stöðvast í Mexíkó-flóa vegna hitabeltislægðarinnar Debbyjar sem nú stefnir yfir olíuvinnslu í flóanum.

Eins hefur dregið úr olíu- og gasvinnslu í Noregi vegna verkfalls starfsmanna í olíuvinnslu en verkfallið hófst í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK