Fjármálaráðherra Frakklands, Pierre Moscovici, segir að tíu milljarða evra vanti upp á svo hallinn á rekstri hins opinbera verði 4,5% af vergri landsframleiðslu líkt og ríkisstjórn Frakklands stefnir að.
Þetta kom fram í viðtali við Moscovici í dag en að hans sögn er unnið að því að ná því markmiði.
Síðar í vikunni munu leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funda í Brussel þar sem efnahagsvandinn í Evrópu verður til umræðu. Evran og hlutabréfavísitölur hafa lækkað í dag en fjárfestar virðast ekki hafa mikla trú á því að fundurinn skili miklum árangri.