Aukin miðstýring í fjármálum Evrópusambandslanda

Jose Manuel Barroso og Herman Van Rompuy
Jose Manuel Barroso og Herman Van Rompuy REUTERS

For­seti fram­kvæmd­ar­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Jose Manu­el Barroso, auk ráðherra frá Frakklandi og öðrum ríkj­um sam­bands­ins hef­ur sagt að stefna verði að því að auka vald sam­bands­ins yfir fjár­hag ein­stakra ríkja þannig að full­veldi þeirra fjár­laga­gerð verði skert.

Á fundi Evr­ópu­sam­bands­leiðtoga seinna í vik­unni verður rætt um fjár­hags­vanda ríkj­anna í kjöl­far beiðna Spán­ar og Kýp­ur um fjár­hagsaðstoð. Barroso auk Evr­ópu­leiðtog­anna Herm­an van Rompuy, Jean-Clau­de Juncker og Mario Drag­hi hafa lagt fram drög um það sem kallað er skref næsta ára­tug­ar.

Áætl­un­in geng­ur út á að gera miðstýrðara fjár­mála­kerfi í Evr­ópu þar sem sam­bandið get­ur gripið inn í fjár­laga­gerð ríkja en í staðin liggi hin end­an­lega fjár­hags­lega ábyrgð hjá Evr­ópu­sam­band­inu sjálfu. Evr­ópsk­ir bank­ar yrðu einnig all­ir und­ir sömu eft­ir­lits­stofn­un­inni og út­gáfu á evru­skulda­bréf­um með sam­eig­in­legri ábyrgð allra ríkja hæf­ist.

Miðað við viðbrögð markaða í morg­un og í gær er ekki gert ráð fyr­ir að mik­il sátt ná­ist um þetta mál­efni á kom­andi fundi. Barroso sagði að þó ekki sé gert ráð fyr­ir að það þurfi að gera breyt­ingu á sátta­mála Evr­ópu­sam­bands­ins til skamms tíma myndi þetta til lengri tíma kalla á slíka breyt­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK