Skattar lagðir á fjármagnsflutninga

Nýr skattur á fjármagnsflutninga
Nýr skattur á fjármagnsflutninga Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nýr skattur á fjármagnsflutninga innan Evrópusambandslanda gæti litið ljós eftir fund leiðtoga ríkjanna í lok vikunnar. Þetta er haft eftir Algirdas Semeta sem er yfir skattamálum innan Evrópusambandsins. Að minnsta kosti níu ríki þurfa að styðja við tillöguna svo málið fái framgang og geti orðið að lögum innan þeirra ríkja sem styðja málið. Semetra segir  ellefu ríki hið minnsta styðja tillöguna með Þýskaland, Ítalíu, Spán og Frakkland í fararbroddi.

Þeim ríkjum sem ekki styðja tillöguna ber ekki skylda til að innleiða lögin, en svipað fyrirkomulag hefur t.d. verið notað með Schengen samstarfið og skilnaðarmál milli ríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK