Vísitala neysluverðs hækkar óvænt

Verð á matvöru hækaði um 1,1%
Verð á matvöru hækaði um 1,1% mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,50% í júní frá fyrra mánuði. Er þetta þvert á væntingar greiningardeilda sem höfðu spáð því að vísitalan myndi haldast óbreytt á milli mánaða eða hækka um 0,1%. Þetta þýðir að verðbólgan mælist 5,4% á tólf mánaða tímabili og er óbreytt frá fyrra mánuði. Miðað við spár greiningardeilda hefði verðbólgan, mæld á tólf mánaða tímabili, átt að fara niður í 4,9-5%.

Flugfargjöld hækkuðu um 11%

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,61% frá maí.  Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 5,5%. Undanfarna þrjá mánuði hafa bæði vísitala neysluverðs og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 1,3% sem jafngildir 5,2% verðbólgu á ári.

Verð á bensíni og dísilolíu lækkaði um 3,2% (vísitöluáhrif -0,19%) en flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 11% (0,19%) og verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 1,1% (0,15%).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK