Hækkun á mörkuðum

AFP

Miklar hækkanir hafa verið á hlutabréfamörkuðum í morgun eftir að leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu björgunarpakka fyrir evruríkin sem metinn er á um 120 milljarða evra í gærkvöldi. Eins hefur evran styrkst gagnvart Bandaríkjadal.

Mest hafa hlutabréfavísitölur á Spáni og Ítalíu hækkað, Ibex-vísitalan í Madríd hefur hækkað um 3,05% og FTSE Mib vísitalan í Mílanó hefur hækkað um 2,77%.

Í Lundúnum hefur FTSE-vísitalan hækkað um 1,13%, CAC í París um 2,33% og DAX í Frankfurt hefur hækkað um 2,39%.

Í Stokkhólmi nemur hækkunin 2,28% og í Asíu hækkuðu hlutabréf töluvert. Hang Seng-vísitalan í Hong Kong hækkaði um 2,19% og Nikkei hækkaði um 1,50% í Tókýó.

Eins hefur álag á skuldabréf ítalska og spænska ríkisins til tíu ára lækkað töluvert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK