Atvinnuleysi í methæðum

Ungt fólk á Spáni mótmælir atvinnuleysi fyrr á árinu. Atvinnuleysi …
Ungt fólk á Spáni mótmælir atvinnuleysi fyrr á árinu. Atvinnuleysi hefur aukist mikið í evruríkjunum síðustu mánuði. AP Photo

Atvinnuleysi mælist 11,1% í evruríkjunum samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat og hefur aldrei verið meira síðan evran var sett á fót 1999. Meira en 17,5 milljónir eru atvinnulausar á svæðinu, en þar af eru 3,4 milljónir undir 25 ára. Hagfræðingurinn Howard Archer sagði í samtali við AFP að það væri „örlítil huggun í því fólgin að aukning atvinnulausra í maí hefði verið sú minnsta í 11 mánuði“, en samt sem áður bætast tugir þúsunda við atvinnuleysisskrár í hverjum mánuði.

Þetta kemur í kjölfar frétta um að iðnframleiðsla á evrusvæðinu sé einnig að minnka, en samdrátturinn á öðrum fjórðungi hefur ekki verið minni síðustu 3 árin. „Við hræðumst að björgunarsamkomulag evruríkjanna hafi ekki verið nægjanlegt til að ná áframhaldandi efnahagsbata,“ segir Martin van Vliet, hagfræðingur hjá ING-bankanum og segir að evrópski seðlabankinn þurfi að taka frekari skref, svo sem með lækkun vaxta, til að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK