Rekstur á bresku konungsfjölskyldunni kostaði 6,35 milljarða (32,3 milljónir sterlingspunda) á síðasta ári. Inni í þessum tölum er viðhald á eignum fjölskyldunnar, ferðakostnaður, launakostnaður starfsfólks, fjölmiðlastofu og annar tilfallandi kostnaður. Fjármálastjóri fjölskyldunnar, sir Alan Reid, er ánægður með þessar tölur, en þær sýna að kostnaðurinn hefur dregist saman um 25% síðustu 4 árin á raungildi. Fjárhagsbúskapur fjölskyldunnar er því á pari við það sem hafði verið gert ráð fyrir í áætlunum.
Þess skal þó getið að inni í þessum tölum er ekki kostnaður vegna 60 ára krýningarafmælis drottningarinnar né siglingar drottningarinnar niður Thames sem var í síðasta mánuði, en rekstrarárið nær frá apríl til maí og því gætu það orðið stórir liðir þá.