Evran hefur styrkst gagnvart Bandaríkjadal á gjaldeyrismörkuðum í Asíu í morgun eftir töluverða veikingu í síðustu viku. Fjárfestar bíða nú í ofvæni eftir niðurstöðu stýrivaxtarfundar Seðlabanka Evrópu en ýmsir telja líklegt að bankinn hækki vexti að þessu sinni.
Evran er skráð á 1,26 Bandaríkjadali og 100,44 jen samanborið við 1,2582 dali og 100,05 jen í New York í gærkvöldi.