Ódýrast að ferðast til Tékklands

Frá Prag, höfuðborg Tékklands. Ódýrt er að ferðast þangað.
Frá Prag, höfuðborg Tékklands. Ódýrt er að ferðast þangað. mbl.is/Björn Láczay

Jafnvel þótt Ísland hafi komið frekar harkalega út úr hruninu og mikið gengisfall krónunnar er Ísland áttunda dýrasta land Evrópu sé litið til helstu útgjaldaliða heimilisins samkvæmt markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. Er Ísland 14% dýrara en meðaltal Evrópusambandsríkjanna út frá reiknuðum verðlagsmuni. Sviss er dýrasta landið en Norðurlöndin og Lúxemborg fylgja þar á eftir. Ódýrustu löndin eru löndin á Balkanskaganum og ríkin í Austur-Evrópu.

Til að reikna út verðlagsmun milli landa er gert ráð fyrir að öll ríki hafi sama kaupmátt, eða eins og greiningardeildin segir: „Fyrst er eins konar tilbúið gengi reiknað á milli landa með því að gera ráð fyrir að allar myntir hafi sama kaupmátt (þetta er kallað kaupmáttarjafnvægi mynta, PPP). Ef hamborgari kostar til dæmis 1000 krónur á Íslandi en 5 pund í Bretlandi þá ætti gengi myntanna að vera 200 krónur fyrir pundið miðað við kaupmáttarjafnvægi – borgarinn kostar það sama í báðum löndunum.“ Með þessari aðferð má sjá að Ísland er í þriðja sæti hvað varðar verð á fatnaði, áfengi og tóbaki, en í tíunda sæti með verð á matvöru.

Greiningardeildin setti einnig upp sumarleyfisvísitölu þar sem nokkrir undirflokkar eins og gisting og veitingahús fengu meira vægi en önnur matvara og tóbak fengu minna. Voru skoðaðir vinsælir áfangastaðir íslenskra flugfélaga og kom þá út að Tékkland er ódýrasta landið til að ferðast til en Noregur það dýrasta.

Verðlag helstu útgjaldaliða heimilanna í Evrópu
Verðlag helstu útgjaldaliða heimilanna í Evrópu Arion banki
Sumarleyfisvísitala greiningardeildar Arion banka
Sumarleyfisvísitala greiningardeildar Arion banka Arion banki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK