Evran hélt áfram að lækka gagnvart Bandaríkjadal og öðrum gjaldmiðlum í Asíu í nótt í kjölfar vaxtalækkana Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Kína.
Er evran nú skráð á 1,2380 Bandaríkjadali samanborið við 1,2391 dal í New York í gærkvöldi. Einnig hafði áhrif að atvinnuleysi reyndist minna í síðustu viku í Bandaríkjunum en talið var.
Evran er skráð á 98,89 jen en var skráð á 99 jen í New York í gærkvöldi.