Verð á bandarískum hlutabréfum féll í dag í kjölfar neikvæðra frétta af atvinnumálum Bandaríkjunum og vegna viðvörunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagslífsins á heimsvísu.
Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,96% og er nú 12.772,47 stig. S&P 500 lækkaði um 0,94% og er 1.354,68 stig. Nasdaq lækkaði um 1,30% og stendur nú í 2.937,33 stigum.
Vinnumálastofnun Bandaríkjanna greindi frá því í dag að 80.000 ný störf hefðu orðið til í júní og mælist atvinnuleysi í landinu nú 8,2%. Þetta eru mönnum vonbrigði.
Meðaltal á öðrum ársfjórðungi nemur nú 75.000 nýjum störfum. Það eru sögð vera slæm tíðindi fyrir hagvöxt í Bandaríkjunum og einkaneyslu.
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, varaði í dag við því að efnahagslíf heimsins væri að hægja á sér og sagði að sjóðurinn myndi fljótlega birta nýja hagvaxtarspá sem sýndi verri horfur en fyrri spár.