Lækkanir í kauphöllinni í New York

AFP

Verð á bandarískum hlutabréfum féll í dag í kjölfar neikvæðra frétta af atvinnumálum Bandaríkjunum og vegna viðvörunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagslífsins á heimsvísu.

Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,96% og er nú 12.772,47 stig. S&P 500 lækkaði um 0,94% og er 1.354,68 stig. Nasdaq lækkaði um 1,30% og stendur nú í 2.937,33 stigum.

Vinnumálastofnun Bandaríkjanna greindi frá því í dag að 80.000 ný störf hefðu orðið til í júní og mælist atvinnuleysi í landinu nú 8,2%. Þetta eru mönnum vonbrigði.

Meðaltal á öðrum ársfjórðungi nemur nú 75.000 nýjum störfum. Það eru sögð vera slæm tíðindi fyrir hagvöxt í Bandaríkjunum og einkaneyslu. 

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, varaði í dag við því að efnahagslíf heimsins væri að hægja á sér og sagði að sjóðurinn myndi fljótlega birta nýja hagvaxtarspá sem sýndi verri horfur en fyrri spár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK