Verðlaunaðir fyrir lausn evru-kreppunnar

Kaupsýslumaðurinn Wolfson lávarður stóð fyrir verðlaununum.
Kaupsýslumaðurinn Wolfson lávarður stóð fyrir verðlaununum.

Hópur hagfræðinga undir forystu Roger Bootle, hagfræðings hjá ráðgjafarfyrirtækinu Capital Economics, hefur verið verðlaunaður fyrir að koma með trúverðuga lausn á því hvernig lönd geti yfirgefið evrusamstarfið. Verðlaunaféð er 250 þúsund pund eða 50 milljónir króna.

Það var breski kaupsýslumaðurinn Wolfson lávarður, eigandi Next, sem efndi til samkeppninnar í nóvember á síðasta ári og lagði fram verðlaunaféð. Hann vildi hvetja til þess að menn kæmu fram með trúverðuga lausn á skuldakreppu evrulandanna.

Tillaga hagfræðinganna gerir ráð fyrir að lönd sem yfirgefa evruna taki upp nýjan gjaldmiðil og að stór hluti skuldanna verði afskrifaður. Gert er ráð fyrir að tillögurnar leiði til hagvaxtar.  Áætlun þeirra gera einnig ráð fyrir að heimilt verði að eiga takmörkuð viðskipti með evrur í stuttan tíma fyrst eftir gjaldmiðilsskiptin. Ennfremur er gert ráð fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir verðbólgu og ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum.

Tillagan gerir ráð fyrir að einum mánuði áður en gjaldmiðilsskiptin eru tilkynnt opinberlega  komi embættismenn saman til að undirbúa aðgerðirnar. Þremur dögum fyrir tilkynninguna verði samstarfsþjóðir í Evrópu og alþjóðlegar stofnanir upplýstar um hvað sé í vændum.

Hópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að það muni ekki allir hagnast á þessari lausn, en þegar á heildina sé litið muni hún hafa jákvæð áhrif og leggja grunn að frekari vexti.

Dómnefnd segir um tillöguna að hún feli í sér trúverðuga lausn við vandamálum sem stjórnvöld í evrulöndunum standi frammi fyrir.

Á vefnum policyexchange.org.uk er hægt að lesa nánar um tillöguna og skoða viðtöl við Roger Bootle.

Frétt BBC um verðlaunin

Roger Bootle hagfræðingur.
Roger Bootle hagfræðingur.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK