Evran lækkar við lækkað lánshæfi Ítalíu

Evrur
Evrur AFP

Evran hefur lækkað á gjaldeyrismörkuðum í dag í kjölfar lækkunar matsfyrirtækisins Moody's á lánshæfiseinkunn ítalska ríkisins.

Evran var seld á 1,2195 Bandaríkjadali á gjaldeyrismarkaði í Tókýó í dag samanborið við 1,2203 dali í New York í gærkvöldi. Evran er nú á 96,74 jen en var á 96,75 jen í gærkvöldi.

Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn ítalska ríkisins um tvö þrep í gærkvöldi í Baa2 úr A3. Segir í tilkynningu frá Moody's að hætta sé á að lántökukostnaður ítalska ríkisins eigi eftir að hækka töluvert á næstunni og eigi erfiðaða með að fjármagna sig. Er ítalska ríkið nú tveimur þrepum frá ruslflokki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK