Evran hefur lækkað á gjaldeyrismörkuðum í dag í kjölfar lækkunar matsfyrirtækisins Moody's á lánshæfiseinkunn ítalska ríkisins.
Evran var seld á 1,2195 Bandaríkjadali á gjaldeyrismarkaði í Tókýó í dag samanborið við 1,2203 dali í New York í gærkvöldi. Evran er nú á 96,74 jen en var á 96,75 jen í gærkvöldi.
Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn ítalska ríkisins um tvö þrep í gærkvöldi í Baa2 úr A3. Segir í tilkynningu frá Moody's að hætta sé á að lántökukostnaður ítalska ríkisins eigi eftir að hækka töluvert á næstunni og eigi erfiðaða með að fjármagna sig. Er ítalska ríkið nú tveimur þrepum frá ruslflokki.