Kaupir 14 prósent í Eimskip

ífeyrissjóður verzlunarmanna hefur keypt samtals 14% hlut í félaginu af …
ífeyrissjóður verzlunarmanna hefur keypt samtals 14% hlut í félaginu af Landsbanka Íslands og fjárfestingafélaginu Yucaipa mbl.is/Eggert

Breytingar hafa verið gerðar á eignarhaldi Eimskipafélags Íslands. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur keypt samtals 14% hlut í félaginu af Landsbanka Íslands og fjárfestingafélaginu Yucaipa sem hvort um sig seldu 7% hlut eða 14 milljónir bréfa. 

Lífeyrissjóður verzlunarmanna eignast því 28 milljónir bréfa eða sem nemur 14% í Eimskipafélagi Íslands sem fyrr segir. Kaupverðið nemur samtals tæpum 5,7 milljörðum króna.

Í tilkynningu frá Eimskip segir að Straumur fjárfestingabanki hafi haft milligöngu um viðskiptin sem fari fram í undanfara að mögulegri skráningu Eimskips í kauphöll. Viðskiptin falli vel að þeim áformum félagsins og með þeim breikki hluthafahópur Eimskips.

Eftir viðskiptin á Lífeyrissjóður verzlunarmanna samtals 14,6% hlut og er þriðji stærsti hluthafi Eimskips á eftir Yucaipa sem samtals á 25,3% hlut og Landsbanka Íslands sem á um 30,3% hlutafjár.

Í tilkynningunni segir að undirbúningur  að mögulegri skráningu Eimskips á NASDAQ OMX Iceland gangi vel. Gert sé ráð fyrir því að fram fari almennt hlutafjárútboð samhliða skráningu þar sem fjárfestum og almenningi gefist kostur á að eignast hlut í félaginu. Fyrirhugað sé að skráning fari fram á síðasta ársfjórðungi þessa árs.

Eimskipafélag Íslands var stofnað hinn 17. janúar 1914. Stofnhluthafar voru um 14 þúsund sem samsvaraði um 15% þjóðarinnar á þeim tíma. Eimskip er með eigin starfsemi í 17 löndum, með 17 skip í rekstri og hefur á að skipa 1.260 starfsmönnum, þar af vinna um 730 starfsmenn á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK