Bankarnir endurspegla hagkerfið

Jens Weidmann, bankastjóri Seðlabanka Þýskalands, telur að um of sé …
Jens Weidmann, bankastjóri Seðlabanka Þýskalands, telur að um of sé einblínt á spænska banka í stað þess að horfa á hagkerfið sem heild. AFP

Evrópuaðstoð til Spánar ætti ekki eingöngu að beinast að bankastofnunum þar í landi heldur að öllu efnahagskerfinu í heild. Þetta er mat Jens Weidmanns, bankastjóra Seðlabanka Þýskalands.

Í viðtali við við Börsen Zeitung sem kom út í dag segir Weidmann að efnahagsreikningar spænsku bankanna endurspegli allt hagkerfi landsins. Hann segist þess fullviss að ef aðstoðinni yrði beint að fleiri fyrirtækjum en bönkum myndi það senda jákvæð skilaboð til fjárfesta og styrkja þannig hlutabréfamarkaði.

Weidmann segir nýjustu tölur frá spænskum stjórnvöldum sýna í hversu mikið óefni landið sé komið. Hann bendir á að atvinnuleysi á fyrsta ársfjórðungi hafi mælst 24,4 prósent.

Evrópusambandið hefur undanfarið dælt miklu fé inn í spænska banka í formi björgunarpakka. Spænska ríkisstjórnin hefur hingað til ekki viljað gera of mikið úr vandræðunum þar í landi og segir efnahagsvandann að mestu leyti bundinn við bankana. Samkvæmt Weidmann er það ekki rétt því vandamál bankanna endurspegli að hluta vandamál alls hagkerfisins í landinu.

Viðtalið við Weidmann í Börsen Zeitung.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK