91 fasteign seld á 2,7 milljarða

Horft yfir Tjarnargötuna
Horft yfir Tjarnargötuna mbl.is/Júlíus

Alls var 91 fasteign þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 6. júlí til og með 12. júlí. Þar af voru 72 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.702 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 8 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár Íslands. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 294 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,7 milljónir króna.

13 kaupsamningum var þinglýst á Akureyri. Þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 339 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,1 milljón króna.

Á sama tíma var einum kaupsamningi þinglýst á Árborgarsvæðinu. Hann var um eign í sérbýli. Upphæð samnings var 20 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK