Annie þarf að greiða 14,5 milljónir

Annie Mist Þórisdóttir varði heimsmeistaratitil sinn í crossfit í gær …
Annie Mist Þórisdóttir varði heimsmeistaratitil sinn í crossfit í gær og fékk ríflegt verðlaunafé. Hún þarf aftur á móti að greiða stóran hluta upphæðarinnar í skatta. Ómar Óskarsson

Af­rek Annie­ar Mist­ar Þóris­dótt­ur í cross­fit hef­ur ekki farið fram hjá mörg­um. Um helg­ina bætt­ist við enn ein viður­kenn­ing­in þegar hún varði heims­meist­ara­titil­inn og varð þar með fyrsta kon­an til að gera slíkt. Verðlauna­féð var ekki af verri end­an­um og fékk Annie 250 þúsund Banda­ríkja­doll­ara, eða sem svar­ar 32,3 millj­ón­um ís­lenskra króna. Í fyrra fékk Annie sömu upp­hæð, en vegna lægra geng­is var sú upp­hæð um 28,7 millj­ón­ir króna. 

Verðlauna­fé sem þetta er skatt­skylt hér­lend­is líkt og aðrar tekj­ur og því má gera ráð fyr­ir að Annie fái ekki allt verðlauna­féð í hend­urn­ar, en hún er með skráð lög­heim­ili hér­lend­is. Þegar verðlauna­fé þessa árs er skipt niður á mánuði og sett í reikni­vél rík­is­skatt­stjóra má sjá að af þess­um rúm­lega 32 millj­ón­um þarf hún að greiða rúm­lega 14,5 millj­ón­ir í skatt en held­ur eft­ir rúm­lega 18,1 millj­ón. Það ger­ir um 1,5 millj­ón­ir í mánaðar­tekj­ur vegna sig­urs­ins. 

Þess ber að geta að Annie Mist skrifaði upp á samn­ing við íþrótta­vöru­fram­leiðand­ann Ree­bok og er eitt af and­lit­um þeirra fyr­ir cross­fit-vör­ur. Sam­kvæmt Viðskipta­blaðinu fel­ur samn­ing­ur Annie­ar Mist­ar líka í sér að hún fái styrk vegna ferðalaga og æf­inga auk þess að koma að hönn­un vöru­lín­unn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK