Efnahagslægðin hefur áhrif á afkomuna

Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York
Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York AFP

Hagnaður bandaríska fjármálafyrirtækisins Goldman Sachs dróst saman um 12% á öðrum ársfjórðungi og er það rakið til efnahagslægðarinnar sem nú geisar.

Nam hagnaðurinn 927 milljónum Bandaríkjadala, 120 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi en var 1,05 milljarðar dala á sama tímabili í fyrra. Er þetta 55% minni hagnaður en á fyrsta ársfjórðungi er hagnaðurinn nam 2,07 milljörðum dala. Hagnaður á hlut var 1,78 Bandaríkjadalir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK