Spánn og Grikkland fá betri vaxtakjör

Efnahagsráðherra Spánar Luis de Guindos getur verið nokkuð sáttur með …
Efnahagsráðherra Spánar Luis de Guindos getur verið nokkuð sáttur með vaxtalækkunina. AFP

Bæði spænsk og grísk stjórnvöld fengu betri vaxtakjör í nýlegum skuldabréfaútboðum miðað við fyrri útboð. Á Spáni var heildarupphæð útboðsins 3,56 milljarðar evra; kjör á 12 mánaða skuldabréfum fór úr 5,074% niður í 3,918% en 18 mánaða bréf fóru úr 5,107% niður í 4,242%. Spænska ríkisstjórnin hafði áður tilkynnt um 65 milljarða evra endurskipulagningu í opinberum fjármálum.

Í Grikklandi var safnað saman 1,6 milljörðum evra með útgáfu 3 mánaða skuldabréfa og lækkuðu vextirnir þar úr 4,31% niður í 4,28%, en Grikkir reyna nú að koma í framkvæmd aðgerðum til að standa við loforð vegna björgunarpakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka