Bretar skera niður með frosnum mat

Breska matvörukeðjan Iceland Food.
Breska matvörukeðjan Iceland Food. mbl.is/Hjörtur

Bresk heimili virðast leita allra leiða til að draga saman í útgjöldum og hafa nú fært sig enn meira í kaup á frosnum mat. Í skýrslu frá seðlabanka Bretlands kemur fram að Bretar hafi á síðustu 12 mánuðum eytt 5,45 milljörðum sterlingspunda í frosinn mat og er það aukning um 6% frá árinu á undan. Samkvæmt frétt blaðsins Mail on Sunday er allt að 30% ódýrara að kaupa frosinn mat en ófrosinn og því getur þessi breyting á innkaupavenjum skilað sér töluvert til heimilanna.

Með frosnum mat er einnig hægt að draga mikið úr því að henda mat, en talið er að hver fjölskylda í Bretlandi hendi mat fyrir um 108 þúsund krónur á ári, en það gerir um 7,2 milljónir tonna af matarúrgangi á ári í landinu. 

Þetta eru góðar fréttir fyrir verslunarkeðjuna Iceland sem áður var í eigu skilanefndar Landsbanka Íslands, en hún sérhæfir sig í sölu á frosnum mat. Áður hefur komið fram að síðasta ár var metsöluár hjá keðjunni sem hagnaðist um 36,3 milljarða króna árið 2011. Komandi ár gæti því einnig orðið að metsöluári ef fram heldur sem horfir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK