Íhuga 75% hátekjuskatt

Francois Hollande frakklandsforseti íhugar að setja á 75% ofur hátekjuskatt.
Francois Hollande frakklandsforseti íhugar að setja á 75% ofur hátekjuskatt. AFP

Frakkar íhuga nú nýjan hátekjuskatt sem verður allt að 75%. Jerome Cahuzac, fjármálaráðherra landsins, sagði að væri aðeins ætlaður þeim tekjuhæstu og yrði væntanlega endurskoðaður strax og fjárhagur Frakklands væri aftur kominn á rétt ról og farið væri að sjá fram á tekjuafgang. „Mér sýnist þetta vera nauðsynlegt á tímum skuldaniðurgreiðslna,“ sagði Cahuzac við Europe 1-útvarpsstöðina og bætti við að „ríkisstjórnin voni að með þessum skatti verði það óviðunandi launabil sem nú er til staðar hluti af fortíðinni“.

Gert er ráð fyrir að ríkisstjórn jafnaðarmannsins Francois Hollandes forseta muni setja skattinn á strax á næsta ári og að hann muni eiga við laun sem fari yfir eina milljón evra á ári (154 milljónir íslenskra króna). Hafa hægrimenn gagnrýnt skattinn harðlega og sagt að hann muni valda flótta ríkra frá Frakklandi og gera lítið til að minnka fjárlagahallann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK