Fréttaskýring: Spánn sekkur enn dýpra

Spánn er á bjarg­brún­inni. Ávöxt­un­ar­kraf­an á tíu ára spænsk rík­is­skulda­bréf hef­ur hækkað skarpt síðustu daga vegna ótta um að stjórn­völd muni brátt ekki leng­ur hafa aðgang að er­lend­um lána­mörkuðum.

Vax­andi lík­ur eru tald­ar á því að Spánn eigi ekki annarra kosta völ en að óska eft­ir neyðaraðstoð frá Evr­ópska seðlabank­an­um og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum til að forða rík­inu frá mögu­legu greiðsluþroti. Við lok­un markaða í gær nam ávöxt­un­ar­kraf­an á tíu ára rík­is­skulda­bréf Spán­ar 7,5% og hafði aldrei mælst hærri. Að öðru óbreyttu er staða rík­is­fjár­mála á Spáni ósjálf­bær.

Grísk úlfa­kreppa

Kast­ljós fjár­festa bein­ist einnig enn sem fyrr að Grikklandi í kjöl­far frétta um að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn ætli ekki reiða af hendi frek­ari fjár­muni til grískra stjórn­valda. Frá því var greint í þýska dag­blaðinu Spieg­el að sjóður­inn hefði misst þol­in­mæðina gagn­vart ráðamönn­um í Aþenu þar sem þeim hef­ur ekki tek­ist að upp­fylla þau skil­yrði sem sett voru fyr­ir veit­ingu ann­ars neyðarláns­ins til Grikk­lands. Þar að auki hef­ur Evr­ópski seðlabank­inn hætt að taka við grísk­um rík­is­skulda­bréf­um sem trygg­ingu fyr­ir út­greiðslu lána. Lík­ur á greiðsluþroti og brott­hvarfi Grikk­lands af evru­svæðinu – jafn­vel strax í haust – eru nú tald­ar hafa auk­ist um­tals­vert.

Á þess­um tíma­punkti er sag­an af skulda­vand­ræðum Grikk­lands flest­um kunn. Síðustu tvö ár hafa Grikk­ir ít­rekað þurft að leita til aðild­ar­ríkja evru­svæðis­ins og AGS í því augnamiði að fá aðgang að láns­fjár­magni. Þau neyðarlán hafa verið veitt gegn skil­yrðum um að Grikk­ir myndu skera niður í rík­is­rekstri til að draga úr næst­um 10% fjár­laga­halla rík­is­ins. Ráðamenn í Aþenu verða að minnka hall­ann í 3% fyr­ir árs­lok 2014 – en þau áform þýða 12 millj­arða evra í frek­ari niður­skurð í rík­is­út­gjöld­um og skatta­hækk­an­ir. Slík­ur niður­skurður, þó nauðsyn­leg­ur sé, mun að öll­um lík­ind­um aðeins dýpka enn frek­ar sam­drátt­inn í efna­hags­líf­inu. Lands­fram­leiðsla mun drag­ast sam­an fimmta árið í röð á þessu ári og skuld­ir rík­is­ins hafa auk­ist úr 113% sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu 2008 í 165% árið 2011.

Þegar hafður er í huga sá mikli skulda­vandi sem við er að etja kem­ur ekki á óvart að grísk­ir stjórna­mála­menn reyni eft­ir fremsta megni að ná fram sam­komu­lagi við lán­veit­end­ur sína – Evr­ópska seðlabank­ann, AGS og ESB – um að slakað verði á skil­yrðum um harka­leg­ar aðhaldsaðgerðir sam­fara frek­ari lán­veit­ing­um. Ólík­legt verður hins veg­ar að telj­ast að evr­ópsk­ir stefnu­smiðir muni láta eft­ir kröf­um Grikkja. Ef áform um 3% halla á fjár­lög­um frestuðust um tvö ár myndi það þýða að grísk stjórn­völd þyrftu 40 millj­arða evra lán til viðbót­ar. Sú upp­hæð þyrfti aft­ur á móti að koma úr aðþrengd­um björg­un­ar­sjóði ESB, sem í kjöl­farið væri verr í stakk bú­inn til að bregðast við mögu­leg­um áföll­um á Spáni og Ítal­íu.

Er Spánn Grikk­land?

Þeim fjölg­ar í hópi þeirra sem telja hætt við því að ör­lög Spán­ar verði þau hin sömu og Grikk­lands. Ljóst þykir að mark­mið spænskra stjórn­valda um að ná fjár­laga­hall­an­um í 6,3% af vergri lands­fram­leiðslu á þessu ári mun ekki nást. Hag­kerfið dróst sam­an um 0,4% á öðrum fjórðungi þessa árs sem var meiri sam­drátt­ur en spáð hafði verið. Hag­fræðing­ar telja ósenni­legt að sam­drátt­ar­skeiðinu linni fyrr en í fyrsta lagi árið 2014.

Það verður því hæg­ara sagt en gert fyr­ir stjórn­völd á Spáni að end­ur­heimta til­trú fjár­mála­markaða. Spænska ríkið stend­ur frammi fyr­ir gríðarlegri fjár­mögn­un­arþörf á næsta ári. Stjórn­völd þurfa að end­ur­fjármagna ríf­lega 230 millj­arða evra, eða sem nem­ur um 21% af vergri lands­fram­leiðslu. Fjórðung­ur þess­ar­ar upp­hæðar kem­ur til vegna halla á rekstri rík­is­ins á meðan af­gang­ur­inn er vegna skulda rík­is­ins sem falla á gjald­daga. Spænska ríkið get­ur enn sótt sér fjár­magn á lána­mörkuðum en vaxta­kjör­in eru engu að síður með þeim hætti að skuld­astaða Spán­ar er ekki sjálf­bær til lengd­ar. Svipað er uppi á ten­ingn­um á Ítal­íu, sem þarf að sækja sér 380 millj­arða evra á lána­mörkuðum á næsta ári, en 93% af þeirri upp­hæð eru vegna skulda sem eru á gjald­daga.

Vand­inn vex að um­fangi

Orr­ust­an á evru­svæðinu er að tap­ast. Góðum pen­ing­um hef­ur trekk í trekk verið kastað á eft­ir slæm­um – án þess að í raun hafi margt áunn­ist. Þrátt fyr­ir að fjár­fest­ar dragi ekki í efa að evr­ópsk­ir stefnu­smiðir geti forðað evru­svæðinu frá upp­broti og mögu­legu greiðsluþroti aðild­ar­ríkja mynt­banda­lags­ins þá er spurn­ing­in hins veg­ar frem­ur hvort póli­tísk­ur vilji sé fyr­ir hendi til að grípa til þeirra úrræða sem nauðsyn­leg eru.

Efna­hags­vand­ræði Spán­ar og Ítal­íu munu að öll­um lík­ind­um kalla á frek­ari neyðarlán af hálfu ESB. Slík­ar smáskammta­lækn­ing­ar duga skammt. Á meðan stefnu­smiðir evru­svæðis­ins standa gegn þeim aðgerðum sem í raun og veru gætu skipt sköp­um fyr­ir skulda- og bankakrepp­una á evru­svæðinu – út­gáfu sam­eig­in­legra evru­skulda­bréfa, banka­banda­lags og auk­inni verðbólgu í Þýskalandi – þá á vand­inn aðeins eft­ir vaxa að um­fangi. Fjár­magns­flótti úr jaðarríkj­un­um mun halda áfram sam­hliða viðvar­andi sam­drætti í efna­hags­líf­inu. Og einn dag­inn munu flóðgátt­irn­ar bresta með ófyr­ir­séðum póli­tísk­um og efna­hags­leg­um af­leiðing­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK