Hlutabréf lækkuðu á flestum mörkuðum í Asíu í dag. Er vaxandi óróleiki með efnahag Spánar og hugsanlega nauðsyn landsins til að sækja um neyðaraðstoð hafi haft neikvæð áhrif auk þess sem tilkynnt var um neikvæðan viðskiptajöfnuð í Japan um 37,3 milljarða Bandaríkjadollara. Afkoma Apple hafði einnig neikvæð áhrif á tæknifyrirtækin, en þrátt fyrir mjög mikinn hagnað var afkoman undir væntingum.
Við lokun kauphallarinnar í Tókýó höfðu bréf þar lækkað um 1,44%, meðan bréf í Seúl lækkuðu um 1,37%. Í Hong Kong var lækkunin 0,80% og í Sjanhæ 0,18%.