Neikvæðar horfur að mati Moody's

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. mbl.is/Ernir

Í ár­legri skýrslu mats­fyr­ir­tæk­is­ins Moo­dy's um ís­lenska hag­kerfið kem­ur fram að láns­hæfis­ein­kunn lands­ins sé Baa3 en að horf­urn­ar séu nei­kvæðar.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að matið bygg­ist á fjór­um lyk­ilþátt­um; efna­hags­leg­um styrk, styrk stofn­ana, fjár­hags­leg­um styrk rík­is­ins og hversu næmt landið er gagn­vart ytri áhættu. Þá seg­ir að sam­spil þess­ara þátta hafi einnig áhrif.

Fram kem­ur að efna­hags­leg­ur styrk­ur hér á landi sé hóf­leg­ur, styrk­ur stofn­ana mik­ill, fjár­hags­leg­ur styrk­ur rík­is­is­ins sé lít­ill og að Ísland sé afar næmt gagn­vart ut­anaðkom­andi áhættu. Niður­stöðurn­ar end­ur­spegli nei­kvæðar horf­ur mats­fyr­ir­tæk­is­ins.

Mats­fyr­ir­tækið seg­ir að horf­urn­ar geti breyst úr nei­kvæðum í stöðugar haldi ís­lensk stjórn­völd sig við þau mark­mið sem þau hafi sett sér í rík­is­rekstr­in­um á þessu ári og ef eng­in frek­ari lagala­eg atriði komi upp sem geti haft nei­kvæða áhrif á rík­is­rekst­ur­inn og skulda­stöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK